Náttúran.is hefur þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prentútgáfu.

Ástæðan fyrir útgáfu Lífræns Íslandskorts er einfaldlega sú að nauðsynlegt er orðið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengilegri fyrir alla. Upplýsingar um lífræna aðila hafa verið framreiddar á ýmsa vegu á vef Náttúrunnar sl. 5 ár og upplýsingarnar hafa verið uppfærðar reglulega á grundvelli upplýsinga frá Vottunarstofunni Túni. Ný könnun Náttúrunnar meðal vottaðra aðila hefur varpað ljósi á raunverulegt framboð á lífrænum íslenskum vörum og eru þær upplýsingar settar fram á kortinu. Vefútgáfu af kortinu má skoða hér á vefnum.

Það er ósk útgefanda að kortið verði til þess að hvetja hið lífræna Ísland til dáða og djörfungar á komandi árum.

Lífræna kortið endurspeglar stöðuna eins og hún var haustið 2012. Kortinu er dreift á valda staði en hægt er að fá kortið sent heim gegn greiðslu umsýslu- og sendingarkostnaðar. Vinsamlegast pantið kort hér.

Grafík: Lífrænt Íslandskort, hannað af Guðrúnu A. Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur.

Birt:
Feb. 7, 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt Íslandskort Náttúrunnar“, Náttúran.is: Feb. 7, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2012/10/19/lifraent-islandskort-natturunnar/ [Skoðað:July 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 19, 2012
breytt: March 17, 2014

Messages: