Ný stefna sem kynnt var í gær gerir IKEA Group óháð öðrum hvað varðar orku og hjálpar milljónum að gera heimilislífið sjálfbærara á viðráðanlegu verði var kynnt í gær. Stefnan gengur undir nafninu People & Planet Positive. Stefnan er órjúfanlegur hluti af framtíðarstefnumarkmiðum IKEA Group og byggir á langri reynslu fyrirtækisins af vinnu með sjálfbærni og lýsir nýjum markmiðum og aðgerðum sem ráðist verður í fyrir 2020.

Í People & Planet Positive felast þrír lykilþættir:

  • Að hvetja milljónir manna og auðvelda þeim að auka sjálfbærni á heimilum sínum með því að bjóða upp á vörur og lausnir sem hjálpa viðskiptavinum að spara peninga með því að nota minna af orku og vatni og draga úr úrgangi. Sem dæmi má nefna: Að breyta allri lýsingu í LED sem notar allt að 85% minna af rafmagni; að bjóða upp á orkunýtnustu heimilistækin á markaðnum á lægsta verðinu; að hanna lausnir á lágu verði sem auðvelda fólki að flokka sorp og að draga úr úrgangi og vatnsnotkun á einfaldan og nytsaman hátt.
  • Að verða óháð öðrum um orku og auðlindir. Í því felst að framleiða jafnmikla endurnýjanlega orku og verslanir og byggingar IKEA Group nota en 1,5 milljarði evra verður ráðstafað í verkefni sem tengjast vind- og sólarorku. Í þessu felst einnig að auka orkunýtni í starfsemi IKEA Group um að minnsta kosti 20% og að hvetja birgja til að gera slíkt hið sama. Með stöðugri þróun IKEA vöruúrvalsins eru vörur gerðar sjálfbærari með því að tryggja að öll helstu efnin, þar með taldar umbúðirnar, séu endurnýjanlegar, endurvinnanlegar eða endurunnar.
  • Að vera í forystu um að skapa fólki og samfélögum betra líf. Í þessu felst stuðningur við uppbyggingu góðra vinnustaða í allri aðfangakeðju IKEA Group og að hvetja birgja til að fylgja ekki aðeins reglum heldur einnig sameiginlegum gildum. Í því felst einnig að við lítum lengra en aðfangakeðja okkar nær og styðjum við mannréttindi.

„IKEA vill gera hversdagslíf fólks betra. Í betra lífi felast sjálfbærari lifnaðarhættir. Við höfum unnið að þessu markmiði í mörg ár og höfum nú þegar gert margt, en nú erum við reiðubúin að taka næsta stóra skref. People & Planet Positive hjálpar okkur til að; umbreyta fyrirtækinu og hafa enn meiri jákvæð áhrif á heiminn,“ sagði Mikael Ohlsson, forstjóri og framkvæmdastjóri, IKEA Group.

Ein stærsta áskorun 21. aldarinnar er að mæta auðlindaskorti og loftslagsbreytingum á sama tíma og við stuðlum að miklum lífsgæðum fólks um allan heim. People & Planet Positive hjálpar IKEA Group að leika lítið en þýðingarmikið hlutverk í að mæta þessum áskorunum. Til viðbótar við að stuðla að lífsgæðum fólks og samfélaga þar sem fyrirtækið starfar, mun IKEA Group einnig nýta auðlindir á skynsaman hátt og breyta úrgangi í verðmæti. IKEA Group mun einungis nota endurnýjanlega orku í starfsemi sína og örugg notkun efna og efnasambanda, ábyrg nýting skóga, vatns og ræktarlands verður grundvöllur aðfangakeðjunnar.

„Okkur finnst að sjálfbærni ætti ekki að vera munaðarvara – allir ættu að hafa efni á henni. Við erum spennt að fá tækifæri til að hjálpa viðskiptavinum okkar, sem eru rúmlega 770 milljónir, að uppfylla drauma sína um heimili með fallegum hlutum sem hjálpa þeim að draga úr rekstrarkostnaði heimilisins, með því að lækka orku- og vatnskostnað og draga jafnframt úr úrgangi. People & Planet Positive gerir okkur einnig kleift að axla meiri ábyrgð á aðfangakeðjunni okkar á næstu árum, með því til dæmis að nota aðeins endurnýjanlega orku í rekstri bygginganna okkar og standa vörð um réttindi barna,“ sagði Steve Howard, framkvæmdastjóri sjálfbærnisviðs, IKEA Group.

Til að horfa á myndskeiðið People & Planet Positive á YouTube, smellið hér.


Nokkrar eftirtektarverðar framfarir IKEA Group:

 

  • Á næstu þremur árum munum við ráðast í ný verkefni sem gera það að verkum að heildarfjárfesting í endurnýjanlegri orku verður 1,5 milljarður evra. Áherslan verður á sólar- og vindorku (og hefur verið frá árinu 2009). Nú þegar hafa 250.000 sólarrafhlöður verið settar upp á verslunum og öðrum byggingum IKEA víða um heim. IKEA Group hefur fjárfest í, og einsett sér að eiga og reka, 126 vindorkuver í fimm löndum.
  • Allur viður sem notaður er í IKEA vörur er fenginn samkvæmt þeim kröfum sem við gerum til skógræktar og ef svo er ekki, ráðumst við strax í úrbætur. IKEA er líka einn helsti notandi viðar sem vottaður er af Forest Stewardship Council (FSC), en tiltölulega takmarkað magn er til af honum í heiminum, enn sem komið er.
  • Sjálfbærari bómull er nú fjórðungur af allri bómull sem notuð er í IKEA vörur. Samstarf okkar og WWF hefur hjálpað um 100.000 bómullarbændum að minnka notkun vatns og skordýraeiturs um helming og notkun tilbúins áburðar um þriðjung. Sjálfbærari bómull lækkar einnig kostnað og eykur hagnað bændanna.
  • Frá því að siðareglur fyrir birgja okkar, IWAY, voru innleiddar árið 2000 hefur eftirlit leitt til 165.000 umbóta á umhverfi og vinnuskilyrðum í verksmiðjum birgja víða um heim. Á síðastliðnu ári var ráðist í rúmlega 1.000 eftirlitsaðgerðir í verksmiðjum birgja okkar og rúmlega 700 þeirra var farið í án fyrirvara.
  • IKEA er nú leiðandi á markaði fyrir LED lýsingu fyrir heimilið í Evrópu og hjálpar þannig milljónum að draga úr rafmagnskostnaði því LED perur nota 85% minna af rafmagni en hefðbundnar glóperur.
  • IKEA hefur einnig tekið afstöðu til efna og efnasambanda. Við réðumst meðal annars í það, að eigin frumkvæði, að banna notkun PVC í öllum vörum okkar (árið 1991) nema í rafmagnssnúrum. Við bönnuðum málningu og lakk sem sendir frá sér formaldehýð í öllum vörum (árið 1993), notkun blýs í speglum (árið 2009) og margt fleira.
  • Á undanförnum árum hefur IKEA Foundation meðal annars gefið 45 milljónir evra til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHR); 30 milljónir evra til Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP); og yfir 11 milljónir evra til Clinton Health Access Initiative (CHAI). Frá árinu 2003 hefur herferðin Mjúkdýr fyrir menntun, sem er samstarfsverkefni IKEA Group og IKEA Foundation, safnað 47,5 milljónum evra og stuðlað að bættri menntun yfir 8 milljóna barna. IKEA Foundation á í samstarfi við  stefnumótandi stofnanir og samtök og beitir nýstárlegum aðferðum við að ná fram umfangsmiklum breytingum á fjórum grundvallaratriðum sem snerta líf barna; heimilinu;  tækifærum við upphaf lífs; góðri menntun; varanlegum fjölskyldutekjum. 100 milljónir barna njóta góðs af þeim verkefnum sem IKEA Foundation fjármagnar þessa stundina.

Um IKEA Group
Hugmyndafræði IKEA er að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta. Viðskiptahugmynd okkar, að bjóða upp á breitt vöruúrval af hagnýtum húsbúnaði á það lágu verði að sem flestir hafi efni á honum, styður þessa hugmyndafræði. Nú eru 298 IKEA Group verslanir í 26 löndum. IKEA var stofnað í Svíþjóð árið 1943. 131.000 manns starfa fyrir IKEA Group og 655 milljónir heimsóttu verslanirnar FY11.

Birt:
Oct. 25, 2012
Höfundur:
IKEA
Uppruni:
IKEA á Íslandi
Tilvitnun:
IKEA „IKEA kynnir nýja sjálfsbærnisstefnu - jákvæða fyrir mannfólkið og Jörðina“, Náttúran.is: Oct. 25, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/10/25/ikea-kynnir-nyja-sjalfsbaernisstefnu-jakvaeda-fyri/ [Skoðað:Sept. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: