Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar sagði m.a. í ræðu sinni á haustfundi Landsvirkjunar í gær:

Annað öflugt verkfæri í átt til sáttar er orðræðan. Ég tel að þar getum við öll gert miklu betur. Við verðum að virða ólík sjónarmið hvers annars og nálgast umræðu um þau af fagmennsku. Við verðum að hlusta á hvert annað og gera okkur grein fyrir því að hvert og eitt okkar hefur eitthvað til málanna að leggja. Ef maður sýnir virðingu nýtur maður virðingar.

Umhverfismál og virkjunarmál eru ekki sitt hvor póllinn á sitt hvorri plánetunni. Umhverfismál og virkjunarmál eru einmitt nátengd og að skipa fólki annað hvort í umhverfissinna eða virkjunarsinna finnst mér hrein tímaskekkja.

Ég vil nefna hér að rödd hinna frjálsu félagasamtaka sem starfa að umhverfisvernd er nauðsynleg og nauðsynlegt að hún sé sterk og hafi vægi. Að sama skapi hefur það mikla þýðingu að slík samtök hafi viðunandi starfsumhverfi til þess að þau geti verið sterkur aðili í umræðunni – sáttaumræðan verður ekki sannfærandi nema jafnræði sé með aðilum.“

Af þessu er ekki annað að ráða en að Landsvirkjun sé að rétta út hendi til umhverfisverndarsinna og náttúruverndarsamtaka í von um að sátt geti náðst um framtíðarverkefni. Sem er auðvitað af hinu góða. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Sjá glærur Rögnu frá fundinum í gær.

Birt:
Nov. 22, 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Árni Finnsson „Landsvirkjun réttir út hendina í átt til umhverfisverndarsinna“, Náttúran.is: Nov. 22, 2012 URL: http://www.nature.is/d/2012/11/22/landsvirkjun-rettir-ut-hendina-i-att-til-umhverfis/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: