SteinseljaSteinselja
Steinselju tökum við upp áður en fer að frjósa svo nokkru nemi og lausfrystum hráa og gróftskorna í álpappír sem við vefjum í litla böggla. Það er svo fljótlegt að mylja hana í hvaða rétt sem er og hún er afar frískleg. Svo má vefja teygju utan um steinseljubúnt og setja í plastpoka og beint í frysti og klippa svo af búntunum eftir þörfum út í pottinn. Einnig má þurrka steinseljuna. Það má skilja rótina eftir úti yfir veturinn og hlífa henni með mold, grasi eða laufum og sjá hvort kemur upp af henni næsta vor. Svo má taka upp rótina og hafa í grænmetissoð, sjóða hana smátt skorna eins og annað krydd í súpum eða hafa í brauð með öðrum rótum.

Tómatar
Stundum fást grænir tómatar fyrir lítið seint á haustin, þegar útséð er um að þeir þroskist og komist á markað. Okkar eigin tómatar þroskast heldur ekki alltaf ef við höfum sáð of seint og verið sólarlítið sumar. Emma heitin á Löngumýri, sem átti tómatagróðurhús við hliðina á mér um tíma, gaf mér ekki aðeins græna tómata, heldur líka fína uppskrift af súrsuðum, grænum tómötum.

Ljósmynd: Steinselju, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
July 9, 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Steinselja og tómatar“, Náttúran.is: July 9, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2007/11/12/steinselja-og-tmatar/ [Skoðað:June 28, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 12, 2007
breytt: Aug. 5, 2014

Messages: