Víðir sem hallast, t.d. vegna stöðugs vindálags, getur gefið af sér allt að fimmfalt meira lífeldsneyti en sams konar tré sem vex upprétt. Þessi aukna framleiðni er erfðafræðilegur eiginleiki sem mörg víðitré virðast búa yfir, og er virkjaður ef trén eru neydd til að vaxa skáhallt. Hallinn leiðir til þess að trén framleiða meira af sykrum í stofninum í viðleitni sinni við að rétta sig upp. Víðir er víða ræktaður sem orkugróður og því getur þessi uppgötvun haft verulega þýðingu fyrir framleiðslu á vistvænu eldsneyti. Uppgötvunin er afrakstur samstarfs breskra vísindamann á þessu sviði.
(Sjá frétt Science Daily 18. janúar).

Ljósmynd: Reklar á víði, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
Jan. 23, 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Fimmföld orka í hallandi víði“, Náttúran.is: Jan. 23, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2013/01/23/fimmfold-orka-i-hallandi-vidi/ [Skoðað:May 28, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: