Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25. - 28. jan. 2012. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstudag, laugardag, sunnudag eða mánudag. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Upplýsingar um framkvæmdina, almennt um garðfugla og fóðrun þeirra er hægt að finna á vefsíðu Fuglaverndar, fuglavernd.is, garðfuglavefnum og í Garðfuglabæklingnum sem má fá á skrifstofu félagsins. Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður á þartilgert eyðublað sem finna má á vefnum eða fá á skrifstofu og senda rafrænt eða í pósti til Fuglaverndar.

Markmiðið er að afla upplýsinga um hvaða tegundir eru til staðar í görðum og fjölda innan tegunda en einnig að vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra. Við viljum fá fólk til þess að fóðra fugla sem er uppbyggjandi tómstundargaman sem hjálpar garðfuglum til að lifa af í oft harðri lífsbaráttu yfir vetrartímann.

Umsjónarmenn garðfuglaskoðunarinnar, þeir Ólafur Einarsson (s.8999744) og Örn Óskarsson (8999744), veita svo gjarnan upplýsingar.

Ljósmynd: Silkitoppur hópast í kringlum epli - en þær hafa sést víða í vetur. Óreglulegur gestur sem kemur stundum í stórum hópum á haustin og á veturnar. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Birt:
Jan. 25, 2013
Tilvitnun:
Hólmfríður Arnardóttir „Garðfuglahelgin er nú um helgina“, Náttúran.is: Jan. 25, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2013/01/25/gardfuglahelgin-er-nu-um-helgina/ [Skoðað:Oct. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: