Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill er mjög styrkjandi fyrir fólk sem legið hefur lengi í veikindum og te af jurtinni er talið fyrirbyggjandi við farveiki. Te af jurtinni í blóma er einnig talið gott við þrálátu lungnakvefi og stíflum í ennisholum.

Urtaveig: 1:5, 25% vínandi, 2-3 ml þrisvar á dag. Te af ofanjarðarhlutum plöntunnar eða seyði af jarðrenglum: 1:10, 25-50 ml, þrisvar á dag eða ½ tsk: 1 bolli af vatni, drukkið þrisvar á dag. Börn þurfa minni skammta.“

Sjá meira mum fjalldalafífilinn á liberherbarum.com. Íslenskaða útgáfan er afurð samvinnu milli Náttúran.is og Liberherbarum.com og mun verða hluti af Grasagudduþættinum hér á vefnum innan skamms.
Sjá einnig á floraislands.is.

Birt:
June 21, 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fjalldalafífill, yndisfögur lækningajurt“, Náttúran.is: June 21, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2009/06/06/fjalldalafifill-yndisfogur-laekningajurt/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: June 6, 2009
breytt: June 21, 2015

Messages: