Í nýlegri könnun danska neytendablaðsins Tænk kom í ljós að 9 af 26 tegundum barnakrema innihéldu rotvarnarefnið fenoxýetanól, sem hefur þann kost að vera hvorki ofnæmisvaldur né hormónaraskandi, en er hins vegar talið geta valdið lifrarskaða við langvarandi notkun. Samkvæmt gildandi reglum í Evrópu mega snyrtivörur innihalda allt að 1% fenoxýetanól, en Frakkar hafa beitt sér fyrir því að þessi öryggismörk verði færð niður í 0,4% til að tryggja að viðkomandi vörur séu öruggar fyrir börn. Öruggasta leiðin er þó að fara sparlega með snyrtivörur þegar börn eiga í hlut og nota lífrænt vottaðar vörur.
(Sjá frétt á heimasíðu Tænk í gær).

Ljósmynd: Víkingur Ólafur Fjarki Sveinsson, fjögurra mánaða, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
March 21, 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Áhyggjur af rotvarnarefni í barnakremi“, Náttúran.is: March 21, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2013/03/21/ahyggjur-af-rotvarnarefni-i-barnakremi/ [Skoðað:June 18, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: