Þriðjudaginn 26. mars n.k. mun Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur fjalla um lífsbaráttu rjúpna að sumarlagi en hann fylgdist með sendimerktum kvenfuglum á Norðausturlandi og kannaði varpárangur og lífslíkur þeirra. Niðurstöðurnar eru bornar saman við sambærilega athugun á Suðversturlandi.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið.

Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir.

Ljósmynd: Rjúpa í sumarbúning, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
March 25, 2013
Tilvitnun:
Hólmfríður Arnardóttir „Sumar í lífi rjúpunnar“, Náttúran.is: March 25, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2013/03/25/sumar-i-lifi-rjupunnar/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: