Heimildarmyndin Hvellur sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld
Heimildamyndin HVELLUR, eftir Grím Hákonarson, verður sýnd í Ríkissjónvarpinu i kvöld kl. 19:25 og verður síðan endursýnd þ. 7. apríl kl. 14:50.
HVELLUR fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni. Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Með sprengingunni tókst bændunum að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. 113 lýstu verkinu á hendur sér, 65 voru ákærðir. Samstaðan brást aldrei og aldrei kom fram hver sprengdi. Þessi uppreisn markaði upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.
Birt:
April 1, 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heimildarmyndin Hvellur sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld“, Náttúran.is: April 1, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2013/04/01/heimildarmyndin-hvellur-synd-i-rikissjonvarpinu-i-/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.