Hún er sprottin úr viðjum frumskógarins. Birtingarmynd hinnar síbreytilegu en traustu náttúru. Bill Mollisson var skógfræðingur sem rannsakaði lífkerfi skógarins í tugi ára áður en hann setti fram kenningar um vistrækt. 

Vistræktarhugmyndinni verða ekki gerð góð skil með nokkrum setningum. Um er að ræða hugmyndakerfi sem teygir anga sína um víðan völl. Lífshættir, samfélag manna og dýra, umhverfið og flæði náttúrunnar er allt viðfangsefni hennar. 

Vistrækt er byggð upp í kringum þrjú gildi (ethics) sem útleggjast á ensku sem: Earth care, People care, Fair share. Hér er gerð tilraun til að útskýra þessar þrjár grunnhugmyndir.

Umhverfi: Earth care
Ákvæði um að viðhalda og fjölga öllum lífkerfum.

Jörðin er risastórt kerfi sem við erum öll hluti af. Þar af leiðandi felur umönnun umhverfisins í sér að annast sjálfan sig. Sumum gæti þótt hugmyndin um að annast heila plánetu yfirþyrmandi. En þetta gildi væri hægt að túlka bókstaflega; að annast jörðina undir fótum þér, þ.e. jarðveginn í þínu nærumhverfi.
Gefðu því gaum hversu mikilvægt það er fyrir samfélagið að hafa aðgang að hinu þunna lagi lifandi moldar sem þekur jörðina í kringum þig. Hún nærir plöntunar sem býr til uppskeruna og veitir óteljandi örverum búsvæði og okkur öllum lifibrauð.
Við getum annast jarðveginn með því endurvinna lífræn úrgang og veita næringarefnum þannig aftur inn í hringrásina. Það eru nauðsynlegir þættir vistræktar.
Viðleitni til einfaldari lífsstíls er einn þáttur þessa ákvæðis; að lágmarka áhrif okkar á umhverfið með því að minnka neyslu og óþarfa ágang á náttúruna. Þannig stuðlum við að líffræðilegri fjölbreytni.

Umhverfi: People care
Ákvæði um að allir hafi aðgang að lífsnauðsynlegum auðlindum.

Jörð sem fær góða umönnun og næringu mun skila af sér hámarks uppskeru, gnægð auðlinda sem nýtist öllum lífkerfum, þar á meðal mönnunum.
Ákvæðið byggir á þeirri forsendu að samvinna, ekki samkeppni, er grundvöllur vistfræðilegrar sjálfbærni. Við þurfum að finna leiðir til þess lifa á sjálfbæran hátt í vistvænum samfélögum - lifa með náttúrunni en ekki á henni.
Félagslegt réttlæti er einnig mikilvægur þáttur gildisins. Auði heimsins er mjög misskipt á milli manna og lífkerfa. En hugmynd okkar um auð eru líka misjafnar. Hér er veitt því eftirtekt að allir geti notið góðs af auðlindum og að gjarðir okkar séu hluti af hringrás lífsins. Við eigum ekki að taka orku úr hringrásinni með gjörðum okkar. Því þannig erum við að eyða náttúrunni og deyða hana. Þvert á móti eiga gjarðir okkar að hafa nærandi áhrif á hringrás hrennar og við ættum að gefum jafn mikið, ef ekki meira, en við tökum.

Jöfnuður: Fair share

Jöfnuður byggir á að nota það sem við þurfum og deila því sem við þurfum ekki og vera meðvituð um takmarkanir auðlindanna. Með því að gefa gjörðum okkar gildi, lifum við í góðu samlífi með öllum lífkerfum. Allt sem kerfið gefur af sér er skipt jafnt á milli allra. Sú samvinna stuðlar að gnægð allra lífkerfa.

Grafík: Viðmiðin tólf og grunngildin þrjú (í miðið), Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
Feb. 9, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Vistrækt er frumskógarlögmál - Þrjú grunngildi“, Náttúran.is: Feb. 9, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/02/01/vistraekt-er-frumskogarlogmal-akvaedin-thrju/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Feb. 1, 2014
breytt: Feb. 9, 2014

Messages: