Sigríður Auður ArnardóttirUmhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt Stefáni Thors, ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, námsleyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu að hans ósk til eins árs frá 1. mars nk.

Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfis og skipulags í ráðuneytinu, hefur frá sama tíma verið sett í embætti ráðuneytisstjóra til eins árs.

Sigríður Auður er með embættispróf í lögfræði  frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað  í ráðuneytinu frá árinu 1998 og gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2003, á skrifstofu laga og upplýsingamála, laga og stjórnsýslu og síðast á skrifstofu umhverfis og skipulags.  Sigríður Auður hefur verið staðgengill ráðuneytisstjóra frá 2007 og var settur ráðuneytisstjóri um tveggja mánaða skeið árið 2013. 

Birt:
Feb. 27, 2014
Tilvitnun:
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið „Sigríður Auður settur ráðuneytisstjóri “, Náttúran.is: Feb. 27, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/02/27/sigridur-audur-settur-raduneytisstjori/ [Skoðað:Oct. 15, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: