Ekki henda litla pakkanum - hann er endurnýtanlegur, þótt hann sé ekki ætur.

Þennan pirrandi pakka er hægt að nýta á margvíslegan hátt innan heimilisins.

Þeir eru allsstaðar. Þeir detta út úr allskyns vörum sem við kaupum, og eru eins og einhvers konar padda í vítamíndósum og þeir fylgja jafnvel með nýjum skóm. Þegar ég vann í verslun snerti ég oft tugi lítilla pakkninga með kísilgeli á hverjum dagi og ég spurði sjálfan mig: Hvað get ég gert til að endurnýta þá. Gætum við ekki safnað þeim saman og sent til endurvinnslu?
 
Kísilgel er notað til þurrkunar, það er efni sem tekur í sig raka. Þrátt fyrir heitið er kísilgelið í raun og veru mjög gropið steinefni sem hefur náttúrulega löngun til að draga til sín vatnssameindir. Framleiðendur nota gelið tilað halda vörum þurrum þannig að þær mygli ekki eða brotni niður. Kísilgelið sjálft er ekki eitrað, en það getur innihaldið rakastigsvísi (kóbaltklóríð) sem er þekkt eiturefni sem verður bleikt þegar það er blautt, en er annars blátt á þurru formi. Flest það kísilgel sem er í fæðu okkar og sem fylgir með innkaupum heimilisins lítur út eins og litlar kúlur. Það er hættulaust nema því sé blandað við önnur kemísk efni.
 
Jafnvel þótt það sé vissulega hægt að endurnýta kísilgel hef ég ekki enn fundið neitt aðila sem gerir slíkt á markvissan hátt. En ég fékk góðar hugmyndir og tillögur um það, hvernig hægt er að endurnýta litlar kísilgelpakkningar innan heimilisins og halda þeim frá urðunarstaðnum, a.m.k. um sinn.

 • Settu kísilgelpakkningar í vopnaskáp heimilisins og haltu skotfærunum þurrum.
 • Verndaðu persónulega pappíra og mikilvæg skjöl með því að setja kísilgelpakkningu í skúffu/poka þar sem slíkt er geymt.
 • Geymdu kísilgel með ljósmyndum til að vernda þær gegn raka. Settu lítið umslag með kísilgeli aftan á myndaramma til að vernda ljósmyndir uppi á vegg.
 • Geymdu kísilgelið í myndavélapokanum með filmunni. Eftir myndatöku í köldu eða blautu veðri, tekur kísilgelið í sig rakann og verndar linsuna og kemur í veg fyrir að hún verði rök.
 • Settu nokkra kísilgelpakka í verkfærakassann þinn til að koma í veg fyrir að verkfærin ryðgi.
 • Notaðu kísilgelið til að þurrka blóm.
 • Settu kísilgelið með fræum í geymslu til að koma í veg fyrir myglu.
 • Setið kísilgel í gluggakistur og komið í veg fyrir rakaskemmdir í gluggakistunni.
 • Þurrkið raftæki eins og farsíma og IPod með kísilgeli. Munið að þegar tækið er rakt má ekki kveikja á því! Takið út rafhlöðuna og SIM-kortið og setjið tækið í ílát með nokkrum kísilgelpakkningum. Látið standa yfir nótt.
 • Dragið úr því að falli á silfur með því að nota kísilgelpakkningar í skartgripaskrínum og þar sem silfrið er geymt.
 • Setjið í alla hluti sem eru í geymslu og þar sem mygla getur komið fram. Popular Mechanics stingur jafnvel upp á að nota kísilgelpakkningar til að þurrka bílvélar á bílum sem eru ekki í notkun.
 • Er gæludýrafóðrið að mygla? Geymdu gæludýrafóður í dós og límdu nokkrar gelpakkningar á lokið og það kemur í veg fyrir myglu.
 • Opnið kísilgelpakkningar og blandið allskyns ilmolíum við gelkúlurnar og búið til olíu-kísilgel blöndu.
  Notið í farangur við ferðalög.
 • Settu nokkrar gelpakkningar í vasann á úlpunni þinni. Settu kísilgelpakkningar í fataskápinn, í kápuvasa og í skó og jafnvel í handtöskur. Allt mun endast lengur.
 • Settu rakvélarblöðin í ílát með nokkrum kísilgelpakkningum til að koma í veg fyrir ryð.
 • Settu kísilgelpakkningar með gömlu vídeóspólunum og þær geymast miklu lengur.
 • Kattasandur er gerður með kísli í dag. Settu kísilgel í kattasandskassann og þá þarftu sjaldnar að skipta um sand.

Uppáhaldsnotkunarmöguleikinn minn er:

 • Settu kísilgelpakkningar á góða staði í bílnum, einkum við gluggana og stjórnborðið. Þá helst glugginn móðulaus og það myndast ekki eins mikil móða ef rakastig er mjög hátt.

Þótt þessar litlu gelpakkningar séu pirrandi og virðist vera sóun, þá geta þær aukið líftíma margra hluta. Það er önnur ástæða þess að skynsamlegt væri að endurvinna þær:  Sömu pakkningarnar má nota aftur og aftur. Til að endurnýta kísilgelið þarf aðeins að þurrka það, eins og er sýnt nákvæmlega á slóðinni: ehow.com

Þýtt af Ingibjörgu Elsu Björnsdóttur af mnn.com. Ljósmynd af mnn.com.

Birt:
March 21, 2016
Uppruni:
mnn.com
Tilvitnun:
mnn.com, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Hvernig er hægt að endurnýta litlar pakkningar með kísilgeli “, Náttúran.is: March 21, 2016 URL: http://www.nature.is/d/2014/04/28/hvernig-er-haegt-ad-endurnyta-litlar-pakkningar-me/ [Skoðað:June 18, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: April 28, 2014
breytt: March 21, 2016

Messages: