Innstunga
Rafmagnstækjum fjölgar sífellt á heimilum landsins. Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða „Stand by" notkun. Hafa ber í huga að í biðstöðu eyða rafmagnstæki orku án notkunar. Tæki í biðstöðu skila engu til notenda nema hærri rafmagnsreikningi. Biðstaða tækja er oft kölluð rafmagnsleki enda seytlar hægt og bítandi út raforka engum til gagns. Auðveldasta leiðin til að minnka biðstöðunotkun er að slökkva alveg á tækjum og helst að taka innstunguna úr sambandi. Sum hleðslutæki draga einnig straum þó að ekkert tæki sé í sambandi við það.
Eldhústækin nota mikla orku. Þegar þú kaupir tæki í eldhúsið borgar sig til lengri tíma litið að kaupa tæki sem er á skala A, A+ eða A++ evrópska orkumerkisins eða eru merkt orkunotkun á annan sambærilegan hátt s.s. Energy Star.
Almenn heimilisnotkun á landinu er í kringum 5 MWh á meðalheimili á ári. Rannsóknir erlendis sýna að orkunotkun á norrænu meðalheimili megi skipta niður á eftirfarandi hátt:
- Uppvask: 7%
- Þvottur og þurrkun 20%
- Geymsla matvæla 20%
- Lýsing 20%
- Önnur raftæki 17%
- Matargerð 16%
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Innstunga“, Náttúran.is: April 30, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/04/30/rafmagnsinnstunga/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 13, 2014