Fimmtudaginn 8. maí kl 15:00 stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi í Norræna húsinu sem ber yfirskriftina, „Háhýsi eða smáhýsi í vistvænu skipulagi“.

Á fundinum verða kynntar tillögur að vistvænum borgarhlutum, annars vegar Vogabyggð við Sundin og hins vegar nýju Hlíðarendahverfi í Vatnsmýrinni. Samspil bygginga og skipulags verður skoðað sérstaklega út frá almennum skilgreiningum um sjálfbæra byggð. 

Í umræðunni um vistvænt skipulag er fókusinn oftar en ekki á það hversu há og þétt byggð þarf að vera til að ná fram markmiðum um þéttleika. Hérlendis er hins afar mikilvægt að taka tillit til staðbundinna einkenna eins og veðurfars og sólargangs og skoða vel hvaða hlutverki dagbirtan leikur í bæði hönnun bygginga og við skipulagningu byggðar.
Þá þarf að  meta vel og vandlega hvort og hvar hentugt er að byggja há hús á Íslandi í því markmiði að þétta byggð. Velt verður upp spurningum eins og hvort það séu ef til vill aðrar lausnir sem henta betur til þess að þétta byggð hér á landi eins og fram kemur í þeim verkefnum sem kynnt verða. Þær áherslur sem þar eru settar fram um skipulag, staðsetningu og hönnun bygginga, vísa til hugmynda sem settar voru fram af mönnum eins og Guðmundi Hannessyni og Guðjóni Samúelssyni í upphafi síðustu aldar.

Dagskrá:

15:00-15:20 Hlíðarbyggð - vistvænn bæjarhluti - Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson, Alark arkitektar.

15:20-15:40 Dagbirta í skipulagi og byggðu umhverfi - Anna Sigríður Jóhannsdóttir, VA arkitektar.

15:40-16:00 Vistvæn randbyggð í Vogahverfi - Sigríður Magnúsdóttir, Teiknistofunni Tröð.

16:00-16:15 Norræn viðmið um vistvæna þróun þéttbýlis - Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs.

16:15-16:20 Kynning á ráðstefnu NORICA

16:20-16:30 Umræður/fyrirspurnir


Birt:
May 5, 2014
Tilvitnun:
Sigríður Björk Jónsdóttir, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Háhýsi eða smáhýsi í vistvænu skipulagi“, Náttúran.is: May 5, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/05/05/hahysi-eda-smahysi-i-vistvaenu-skipulagi/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: