Polly og Kristín Vala Laugardaginn 16. ágúst var boðað til opinnar samræðu milli Polly Higgins og Kristínar Völu Ragnarsdóttur í Norræna húsinu.

Umræðuefnið var „vistmorð“ en vistmorð er skilgreint sem einn af fimm glæpum gegn friði. Polly Higgins hefur unnið að lagabálki sem hefur verið sendur til Sameinuðuþjóðanna til að bæta við Rómarsamþykktina. Rómarsamþykktin er samþykkt sem alþjóðasamélagið hefur skrifað undir til að undirbyggja frið á jörðinni.  Sáttmálinn er endurskoðaður reglulega og næst verður það gert 2015.

Næsti stórviðburður samtaka hennar Eradicating Ecocide (útrýming viðsmorðs) verður haldinn þ. 6. september og getur alþjóðasamfélagið verið með í þeim, hlustað á og tekið þátt í samræðum í gegn um netið (http://eradicatingecocide.com/events/). Þann 6. september mun hún kynna heimildamynd sem verið er að vinna undir heitinu Facing Crossroads (http://facingcrossroads.org/). Polly mun kynna það sem verið era ð gera út um allan heim, t.d. vinnu jarðarlögfræðinga (Earthlawyers) vegna rifanna fyrir ströndum heimsálfunnar (Barrier riefs) í Ástralíu, það sem frumbyggjar eru að gera í Kanada geng vinnslu olíusandanna (oil shales). Loks verða samræður á heimskaffiformi til þess að kveikja nýjar hugmyndir um aðgerðir og tengja fólk saman.  Alþjóðasamfélagið getur tekið þátt í því í gegn um netið.

Unnt er að vera í sambandi við Polly í gegn um vefsíðuna og tölvufangið support@eradicatingecocide.com.

Stofnaður hefur verið hópur á facebook undir heitinu Mamma jörð kallar og verður hún uppfærð þar til að láta þá sem áhuga hafa möguleika á að fylgjast með.

Það er undir okkur sjálfum komið hvað gera skal næst á Íslandi og er fólki bent á að nýta sér fésbókarsíðuna til að vera með í alþjóðabaráttunni gegn vistmorði.

Lagabálkurinn um vistmorð er hér: http://eradicatingecocide.com/overview/ecocide-act/

Skoða upptöku af fundinum í Norræna húsinu laugardaginn 16. ágúst 2014.

Tengd myndbönd:

Polly Higgins


Birt:
Aug. 17, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Kristín Vala Ragnarsdóttir „Vistmorð tekin föstum tökum“, Náttúran.is: Aug. 17, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/08/17/vistmord-tekid-fostum-tokum/ [Skoðað:April 18, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 18, 2014

Messages: