Rabarbarasulta með sítrónum
Hér kemur skemmtileg rabarbarasultuppskrift úr Nýju matreiðslubókinni, bók sem notuð var m.a. í Húsmæðraskólanum á Laugarvatni á sínum tíma. Bókin var gefin út árið 1954 og aftur 1961.
Brytjið rabarbarann og látið hann liggja með sykrinum til næsta dags ásamt gula berkinum af sítrónunum. Sjóðið sultuna með sítrónusafanum, þar til hún er mátulega þykk, eða í 10-20 mínútur.
1 kg rabarbari
1-2 sítróunu
1 kg sykur
...
Hægt er að minnka sykurmagnið og nota 2/3 af uppgefnu magni. Það er hægt að nota fleiri efni eins og hrásykur eða agavi síróp (Bára Kjartansdóttir).
Birt:
Aug. 29, 2014
Tilvitnun:
Halldóra Eggertsdóttir, Sólveig Benediktsdóttir „Rabarbarasulta með sítrónum“, Náttúran.is: Aug. 29, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/08/29/rabarbarasulta-med-sitronum/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.