Mjög slæmt veður er á gossvæðinu í Holuhrauni, mikill vindur og sandstormur og hafa vísindamenn, sem verið hafa á svæðinu orðið að fara í skálann í Dreka eða heim á leið. Gosið virðist vera á 1,5 km langri sprungu og hefur hraun runnið frá eldstöðinni í um 3 km í austur. Vísindamannaráð almannavarna kom saman klukkan 10:00 og mun meta stöðuna og fylgjast með framvindunni. Áfram er unnið á hættustigi.

Allir flugvellir eru opnir og engar flugvélar voru á svæðinu þegar eldgossins varð vart.

Vegna nýs eldgoss í Holuhrauni hefur Veðurstofa Íslands hækkað viðbúnaðarstigið við Bárðarbungu/Holuhraun aftur á rautt. Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík hefur skilgreint hættusvæði vegna blindflugs umhverfis eldstöðina í samræmi þessar upplýsingar. Svæðið nær norður undir Mývatn og er einungis upp í 6000 fet (2 km) og hefur því ekki áhrif á flugsamgöngur.   

Birt:
Aug. 31, 2014
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Fréttir af gosi klukkan 10:30“, Náttúran.is: Aug. 31, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/08/31/frettir-af-gosi-klukkan-1030/ [Skoðað:April 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: