Áriðandi tilkynning frá Umhverfisstofnun
Hár styrkur SO2 mældist á Reyðarfirði kl 14 í dag. Hæstu toppar fóru upp í tæp 2600µg/m3. Það mesta virðist gengið yfir og gildi fara lækkandi en óvissa er um framhaldið. Börn og fólk sem er viðkvæmt fyrir ætti að halda sig innandyra og loka öllum gluggum. Slökkva á loftræstingu þar sem það á við. Heilbrigt fólk ætti ekki að vera í líkamlegri áreynslu utandyra.
Birt:
Sept. 10, 2014
Tilvitnun:
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra „Áriðandi tilkynning frá Umhverfisstofnun“, Náttúran.is: Sept. 10, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/09/10/aridandi-tilkynning-fra-umhverfisstofnun/ [Skoðað:Sept. 13, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.