System Change not Climate ChangeÞann 23. September næstkomandi munu leiðtogar heims funda í New York um loftslagsbreytingar. Aðalritari Sameinuðuþjóðanna, Ban Ki-moon, er gestgjafi fundarins og markmið hans, og um leið alþjóðasamfélagsins, er að gefa ráðamönnum tækifæri til að ræða nauðsyn aðgerða, nú rúmu ári fyrir Loftslagsþingið sem haldið verður í París í lok næsta árs. Þar er stefnt að bindandi samkomulagi aðildarríkjanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Til að undirstrika kröfur okkar um að Ísland axli sína ábyrgð stefnum við að því að hittast þann 21. september kl. 14:00 á horni Kárastígs, Frakkastígs og Njálsgötu (nálægt söluturninum Drekinn – eða á „Drekasvæðinu“). Gengið verður upp Kárastíginn yfir á Skólavörðustíg og sem leið liggur niður á Austurvöll.

Meðal skipuleggjanda viðburðarins á Íslandi eru Náttúruverndarsamtök Íslands og Grugg og fjöldi af Frónbúum sem láta sig málið varða.

Á http://watchdisruption.com/ má sjá kvikmyndina "Disruption/ The movie "Disruption


Birt:
Sept. 18, 2014
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Loftslagsganga í Reykjavík“, Náttúran.is: Sept. 18, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/09/18/loftslagsganga-i-reykjavik/ [Skoðað:June 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Sept. 22, 2014

Messages: