Kaffi- og tepása á aðalfundi Vistræktarfélags Íslands.Um tuttugu manns mættu á fyrsta aðalfund Vistræktarfélags Íslands (VÍ) sem haldinn var í gær, 20. september, í sal Dýrverndunarsamtaka Íslands.

Samkvæmt samþykktum hins nýstofnaða félags er tilgangur þess að vinna að framgangi vistræktar á Íslandi og styðja þá sem stunda vistrækt, búa til ramma fyrir kennararéttindi innan vistræktar á Íslandi og vottun þeirra auk þess að vera vettvangur fyrir samfélag þeirra sem aðhyllast hugmyndafræði vistræktar. Fundurinn setti á stofn átta vinnuhópa sem munu móta fjölbreytt verkefni félagsins á næstunni.

Átta meðlimir voru kjörnir í stjórn, þau Viktoría Gilsdóttir, Steinunn Ásgeirsdóttir, Benedikt Axelsson, Mörður Gunnarsson Ottesen, Herdís Unnur Valsdóttir, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þórarinn Einarsson og Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir.

Félagið er öllum opið og er félagsgjaldið 1.500 kr. Þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir í félagið geta óskað eftir aðild á facebook síðu félagsins: Vistræktarfélag Íslands – The Icelandic Permaculture Associoation eða með því að senda tölvupóst á veffangið vistraektarfelag@gmail.com.

 

Birt:
Sept. 21, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Vistræktarfélag Íslands sett á stofn“, Náttúran.is: Sept. 21, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/09/21/vistraektarfelag-islands-sett-stofn/ [Skoðað:Dec. 11, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: