Býfluga við vinnu sína.Býflugum fer fækkandi um allan heim. Hægt er að lesa um það hér. Býflugur eru ekki aðeins nothæfar til hunangsgerðar. Fæðukeðjan okkar byggir á þjónustu býflugna. Án frævunar þeirra mun 30% af okkar staðalfæðu hverfa.

Vísindamenn kenna ákveðnum skordýraeitrunum um. Næstu daga mun ríkisstjórn Bandaríkjana taka ákvörðun um bann á þeim, en slíkt bann er við lýði í ríkjum Evrópusambandsins

Obama hefur lýst áhyggjum af slæmu ástandi í býflugnastofninum og stofnaði nefnd til að gera áætlun til bjargar býflugunni. En risavaxin efnafyrirtæki eyða milljörðum til að slá rýrð á þær tillögur og rannsóknir sem gerðar eru gegn skordýraeitri.

Hugsjónarmenn hafa tekið höndum saman og stofnað hópáskorun til ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að banna notkun skordýraeiturs í landbúnaði.

Endilega skrifið undir!

 

Birt:
Sept. 26, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Til varnar býflugunni“, Náttúran.is: Sept. 26, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/09/26/til-varnar-byflugunni/ [Skoðað:April 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: