Merki umhverfisverðlauna Ferðamálastofu.Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2014. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.

Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar?
Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta, geta komið til greina. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök.

Hvernig er tilnefnt?
Aðilar geta tilnefnt hvort sem er sjálfa sig eða önnur fyrirtæki/félög. Fylla þarf út einfalt form hér á vefnum en þar kemur fram eftir hverju er leitað og hvaða aðtriði sem þurfa að vera í lagi þegar ferðaþjónustuaðilar eru tilnefndir. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 12:00 þann 16. október en verðlaunin verða afhent á Ferðamálaþingi 2014 í Hörpu 29. október næstkomandi.

Tilnefning til Umhverfisverðlauna 2014 - form til útfyllingar

Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri Ferðamálastofu, Björn Jóhannsson, bjorn@ferdamalastofa.is

Nánari upplýsingar og listi yfir fyrri verðlaunahafa


Birt:
Sept. 29, 2014
Höfundur:
Ferðamálastofa
Uppruni:
Ferðamálastofa
Tilvitnun:
Ferðamálastofa „Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2014“, Náttúran.is: Sept. 29, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/09/29/oskad-eftir-tilnefningum-til-umhverfisverdlauna-fe/ [Skoðað:Jan. 28, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: