Vakin hefur verið athygli á því að umfjöllunin og umræðan um notkun erfðabreytts fóðurs í íslenskum landbúnaði er að skila sér.

Margir hafa þegar stigið þetta skref og hætt að nota erfðabreytt fóður og bætt um betur og útbúið sérstakt merki því til stuðnings.

En segir það alla söguna um aðbúnað dýra og gæði til neytenda að hænurnar séu ekki lengur fóðraðar á erfðabreyttu fóðri? Það má næstum segja að merkið „Óerfabreytt fóður“ geti flokkast sem grænþvottur þegar það er það eina sem að varan hefur til síns ágætis.

Náttúran hefur frá áreiðanlegum heimildum að fyrirtækið Stjörnuegg haldi framleiðsluhænum sínum í búrum, fjórum saman alla ævi, í myrkvuðum skemmum, þar sem hver og ein hæna hefur svæði sem samsvarar A4 blaði (21 x 29,7 sm) en þessu búr hafa fyrir löngu verið bönnuð innan ríkja Evrópusambandsins.

100% hrein náttúruafurð beint frá bónda er á ofan auðvitað marklaus yfirlýsing.

Sjá nánar um „grænþvott“.

Birt:
Oct. 9, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Óerfðabreytt fóðrun varphæna - grænþvottur eða jákvætt fyrsta skref?“, Náttúran.is: Oct. 9, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/10/09/oerfdabreytt-fodur-eda-graenthvottur/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: