Opinn morgunfundur Vistbyggðarráðs verður haldinn fimmtudaginn 23. október í samvinnu við Náttúran.is.

Fjallað verður um vöruþróun, aðgengi að vistvænum byggingavörum sem raunverulegum valkosti við hönnun bygginga og framkvæmdir og hvernig hægt sé að bæta kynningu á umhverfisvottuðum byggingavörum á netinu og í verslunum.

Þá verður kynnt nýtt app, HÚSIÐ og umhverfið, sem Náttúran.is hefur þróað og er til þess fallið að auka skilning almennings á vistvænu umhverfi innan og utan heimilisins og gera upplýsingar um lausnir aðgengilegar.

Kynnt verður smáritið, Val á vistvænum byggingarefnum, sem hægt er að nálgast  hjá Arkitektafélagi Íslands, fulltrúar framleiðenda og seljenda deila sínum hugmyndum og reynslu af vistvænni framleiðslu og sagt frá samnorrænu verkefni um Norrænan gagnabanka um vistvæn byggingarefni sem nýlega fór í gang.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Verkís, Ásbyrgi 1. hæð. Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, fimmtudaginn  23. október 2014, kl. 8:15-9:50.

Dagskrá :

8:15-8:30    Morgunkaffi (rúnstykki/kaffi)

8:30-8:50    Val á vistvænum byggingarefnum - Björn Guðbrandsson arkitekt FAÍ

8:50-9:10    Húsið og umhverfið, upplýsingaveita, samhæfing og miðlun gagna til almennings og fagaðila. Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur hjá Náttúran.is.

9:10-9:30    Samnorrænn gagnabanki fyrir  vistvæn byggingarefni - Björn Marteinsson arkitekt og verkfræðingur.

9:30-9:40    Umhverfisstefna IKEA til framtíðar - Guðný Camilla Aradóttir.

9:40-9:50   Umræður: Hvernig er hægt að  auka almenna þekkingu neytenda og undirstrika mikilvægi þess að velja  vistvænar byggningavörur.

..........................

Sjá glærur frá fundinum hér að neðan:

Val á vistvænum byggingarefnum - Björn Guðbrandsson arkitekt FAÍ

Húsið og umhverfið, upplýsingaveita, samhæfing og miðlun gagna til almennings og fagaðila. Einar Bergmundur hjá Náttúran.is.

Sjálfbær þróun og umhverfistyfirlýsing vöru - Björn Marteinsson arkitekt og verkfræðingur.

Umhverfisstefna IKEA til framtíðar - Guðný Camilla Aradóttir.  


Birt:
Oct. 20, 2014
Tilvitnun:
Sigríður Björg Jónsdóttir „Morgunfundur Vistbyggðarráðs og Náttúran.is um vistvænar byggingavörur, upplýsingar og aðgengi“, Náttúran.is: Oct. 20, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/10/14/morgunfundur-vistbyggdarrads-og-natturan-um-vistva/ [Skoðað:Nov. 28, 2021]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Oct. 14, 2014
breytt: Nov. 12, 2014

Messages: