Fyrir og eftir uppgræðslu á Huangtu Plateau í Kína.“Uppspretta auðs er skilvirkt vistkerfi. Þær vörur og þjónusta sem við uppskerum af því eru afleiður. Afleiður geta aldrei orðið meira virði en uppsprettan. En í nútíma hagkerfi, fáum við vörur og þjónustu fyrir peningalegt virði, á meðan uppsprettan sjálf, hið skilvirka vistkerfi, er einskis metið,” segir John D. Liu m.a. í heimildarmynd sinni Green Gold.

John hefur skrásett dæmi um endurheimt vistkerfa á gríðarstórum og mikilvægum svæðum, m.a. í Kína, Rwanda, Bólivíu og Jórdaníu í gegnum kvikmyndatökuvél síðan árið 1995. Þetta sýnir uppgræðslu sem leiðir af sér endurheimt á lífi og lífsviðurværi.

Í tengslum við þetta er einnig óhætt að mæla með verkefninu What if we change!

 

Birt:
Nov. 2, 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Hið græna gull“, Náttúran.is: Nov. 2, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/11/02/hid-graena-gull/ [Skoðað:April 23, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: