Morgunverðafundur um grænan ríkisrekstur
Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 8:45 - 10:15 halda stýrihópur um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur og Félag forstöðumanna ríkisstofnanna morgunverðarfund á Grand hóteli um grænan ríkisrekstur.
Dagskrá fundarins:
- Græn skref Reykjavíkurborgar - reynsla og árangur: Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Grænna skrefa hjá Reykjavíkurborg.
- Græn skref í ríkisrekstri - nýtt verkfæri, tækifæri til árangurs: Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
- Hvað þurfa stofnanir að passa upp á í vistvænum innkaupum? Birna Guðrún Magnadóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Ríkiskaupum.
- Skrefin og óvænti árangurinn – Dæmi frá Landsspítala: Birna Helgadóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála hjá Landspítala.
Fundarstjóri verður Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands.
Að fundinum standa Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og stýrihópur um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.
Þátttökugjald er 4.900 kr. morgunverður innifalinn.
Samkvæmt stefnu ríkisins um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur skal minnka umhverfisáhrif opinberra innkaupa og aðstoða ríkisstofnanir við að grænka rekstur sinn og stuðla að sjálfbærri neyslu. Græn skref Reykjavíkurborgar hafa nú verið aðlöguð fyrir ríkisrekstur og frá og með áramótum gefst öllum kostur á að nýta þetta tækifæri.
Nokkrar stofnanir eru tilbúnar til úttektar á Grænum skrefum sínum og eru allir hvattir til þess að fylgjast vel með á vef grænna skrefa í ríkisrekstri.
-
Morgunverðafundur um grænan ríkisrekstur
- Location
- Grand Hótel - Sigtún 38
- Start
- Wednesday 26. November 2014 08:45
- End
- Wednesday 26. November 2014 09:15
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Morgunverðafundur um grænan ríkisrekstur“, Náttúran.is: Nov. 25, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/11/25/morgunverdafundur-um-graenan-rikisrekstur/ [Skoðað:Dec. 8, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.