Nú er í bígerð heimildarmyndin Natura. Natura er náttúru- og dýralífsmynd sem tekin er upp á Íslandi. Myndin er án tals en skartar tónlist eftir hljómsveitina Árstíðir. Ís, eldur, veðrið, sjór, steinar, plöntur og dýr leika aðalhlutverkin. Markmið myndarinnar er að fólk taki pásu frá áreiti hins daglega amsturs, slökkvi á símanum og facebookinu og njóti augnabliksins.

Kvikmyndagerðamaðurinn Gunnar Konráðsson hefur unnið að myndinni um nokkurt skeið. Í för með sér fékk hann Heiðbjörtu Ósk Ófeigsdóttur, Styrmi Hauksson, Bjarka Guðjónsson, Elvar Arinbjörn Grétarsson og síðast en ekki síst hljómsveitina Árstíðir. Gunnar er áhugamaður um náttúruna og dýraríkið og hefur aflað sér mikillar reynslu í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð því tengdu.

Má sem dæmi nefna að árið 2011 hlaut hann Emmy tilnefningu fyrir aðild sína að myndatöku í myndinni Iceland Volcano Eruption fyrir National Geographic. Einnig leikstýrði hann, myndaði og klippti þáttaröðina Delicious Iceland sem hann vann í samstarfi með Völundi Snæ Völundarsyni matreiðslumanni. Sú þáttaröð hefur verið sýnd í yfir 60 löndum og hefur að geyma stórkostlegar myndir af landi og þjóð sem við teljum að hafi verið ljómandi góð landkynning fyrir Ísland.

Okkur langar að vekja athygli á hópfjáröflun sem hefur verið sett af stað á www.indiegogo.com svo hægt sé að ljúka myndinni. Með því að taka þátt í fjáröfluninni er m.a. annars hægt að eignast eintak af myndinni, ljósmyndabók á stafrænu formi sem prýðir myndir af Íslandi eftir Gunnar Konráðsson eða jafnvel lopapeysu. Linkurinn á söfnunina er https://www.indiegogo.com/projects/natura-iceland-documentary/x/9184855. Hægt er að fylgjast með vinnslu myndarinnar á facebook undir nafninu Natura Iceland https://www.facebook.com/naturaiceland.

Birt:
Jan. 1, 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Heiðbjört Ósk Ófeigsdóttir „Hópfjármögnun hafin fyrir nýja heimildarmynd – Natura Iceland“, Náttúran.is: Jan. 1, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/01/01/hopfjarmognun-hafin-fyrir-nyja-heimildarmynd-natur/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 2, 2015

Messages: