Frá og með síðustu áramótum hefur verið bannað að setja lífrænan úrgang í venjulegar ruslatunnur við heimili í Seattle. Fyrst um sinn merkja sorphirðumenn ruslatunnur sem innihalda meira en 10% af lífrænum úrgangi með rauðum límmiða til viðvörunar.

Frá og með 1. júlí n.k. munu bæjaryfirvöld svo sekta þá íbúa sem ekki hafa gert viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir að lífrænn úrgangur endi í ruslinu.

Nú stunda um 5% borgarbúa heimajarðgerð en úrgangsfyrirtæki bjóða einnig lausnir þar sem lífrænn úrgangur er sóttur. Nokkrir íbúar hafa mótmælt þessum ráðstöfunum harðlega en skoðanakannanir sýna þó að um 74% íbúa styðja aðgerðina, enda sé hún rökrétt framhald af banni sem var innleitt árið 2005 við því að henda endurvinnanlegum efnum í ruslið. Með þessum aðgerðum vonast yfirvöld til að geta forðað um 60% af öllum úrgangi frá urðun fyrir árslok 2015.
(Sjá umfjöllun TakePart 8. janúar).

Birt:
Feb. 4, 2015
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Seattle bannar matarafganga í ruslatunnum“, Náttúran.is: Feb. 4, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/02/04/seattle-bannar-matarafganga-i-ruslatunnum/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: