Grænir fletir - Vistvænar lausnir innanhúss og utan
Opinn fundur Vistbyggðarráðs í samvinnu við NordGreen verkefnið á Íslandi verður haldinn í Norræna húsinu þ. 6. mars kl. 8:15 - 10:00. Húsið opnar kl. 8:15 – boðið upp á kaffi og brauð til 8:30.
Ein áhrifaríkasta aðferð nútímamannsins til að að hafa áhrifa losun gróðurhúsalofttegunda er að auka hlutfall gróðurs og grænna flata í umhverfinu einkum innan þéttbýlis. Auk þessara jákvæðu umhverfisáhrifa á loftslagið hefur gróður einnig áhrif á inniloft og almenna lýðheilsu. Gróðurþekja á yfirborði mannvirkja hefur jafnframt það hlutverk að draga úr steymi ofanvatns, þar sem hreinsun og uppgufun vatns á sér stað áður en það fer út í umhverfið. Þá eflir grænt yfirborð líffræðilegan fjölbreytileika, en getur um leið haft áhrif á samskipti og upplifun fólks af sínu nánasta umhverfi hvort sem það er utan húss eða innan.
Á þessum fyrsta opna fundi sem Vistbyggðarráð stendur fyrir á þessu ári í samvinnu við NordGreen verkefnið, verða kynntar fjölbreyttar útfærslur á grænum flötum mannvirkja hér á landi. En afar mikilvægt er að vanda vel til verka í landi þar sem allra veðra er von og mikilvægt að meta aðstæður hverji sinni. Þá er mikilvægt að hér byggist upp þekking á verklagi og aðferðafræði sem hentar íslenskum aðstæðum og að byggt verði á fyrri reynslu um leið og skoðaðir eru möguleika ár að nýta sér nýjustu tækni og þekkingu. Á fundinum verður meðal annars sagt frá rannsóknum sem verið er að gera hérlendis á tæknilegum útfærslu við gróðurþök en einnig sagt frá framkvæmdum sem þegar hafa átt sér stað.Fundurinn er öllum opinn og gæti verið afar gagnlegur öllum þeim sem starfa við í tengslum við hönnun og framkvæmdir og hafa áhuga á að kynna sér markmið og leiðir vistvænna gilda og aðferða í mannvirkjagerð.
Dagskrá:
- 8:30-8:50 Græn þök og vistvæn hús. Gróðurþak Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, hönnun og útfærsla. Aðalheiður Atladóttir, arkitekt hjá A2F arkitektum.
- 8:50-9:10 Að byggja græn þök – tæknilegar forsendur og aðlögun að aðstæðum. Þorkell Gunnarsson garðyrkjutæknir.
- 9:10-9:15 Stutt hlé
- 9:15-9:35 Sígræn steinsteypa. Gróðurveggurinn í nýja Stúdentakjallaranum. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir arkitekt hjá Hornsteinum
- 9:35-9:50 NordGreen – evrópskt samstarfsverkefni um sjálfbær útimannvirki og menntun. Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs og Magnús Bjarklind garðyrkjutæknir hjá EFLU.
Birt:
Tilvitnun:
Vistbyggðarráð „Grænir fletir - Vistvænar lausnir innanhúss og utan“, Náttúran.is: Feb. 24, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/02/24/graenir-fletir-vistvaenar-lausnir-innanhuss-og-uta/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.