Kuðungurinn féll í skaut Kaffitárs á síðasta ári. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Dagur umhverfisins á Íslandi á sér ekki ýkja langa sögu. Tilurð hans var með þeim hætti að þann 25. apríl árið 1999 tilkynnti ríkisstjórn Íslands, að ákvörðun hafi verið tekin um að tileinka „umhverfinu“ einn dag ár hvert og var dagsetningin ákveðin 25. apríl fyrir valinu. Það er fæðingardagur Sveins Pálssonar en hann var fyrstur íslendinga til að nema náttúruvísindi og lauk námi í frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1791. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur staðið fyrir dagskrá á degi umhverfisins hvert ár. Í ár ber þó svo við að Dagur umhverfisins lendir á laugardegi, frídegi og hefur því verið ákveðið að athöfn afhendingar Kuðungsins og Varðliða umhverfisins fari fram á Jarðardegi, þ. 22. apríl í Nauthóli við Nauthólsvík kl. 14:00.

Sjá þá sem hlotið hafa Kuðunginn til þessa.


Birt:
April 20, 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dagur umhverfisins 2015“, Náttúran.is: April 20, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/04/20/dagur-umhverfisins-2015/ [Skoðað:Feb. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: