Guy McPhersonGuy McPherson kemur til Íslands 26. apríl 2015 og heldur 2 fyrirlestra.

Guy McPherson Professor Emeritus of Natural Resources and Ecology & Evolutionary Biology, University of Arizona.

Guy McPherson ferðast um heiminn með fyrirlestra um loftslagsmálin og er einn af þeim vísindamönnum sem fegrar ekki myndina heldur horfist í augu við þjáningu jarðarinnar á þessum erfiðu tímum. Hann er bæði heiðarlegur og kærleiksríkur í sinni nálgun og bendir á þau tækifæri sem gefast þegar við horfumst í augu við ástandið eins og það er.

Það er fremur óvænt að boða bjartsýni á tímum alvarlegra breytinga og hættuástands. Guy McPherson heldur því fram að hlýnun jarðar sé komin á það stig að hrun lífríkisins sé óhjákvæmilegt. Á sama tíma bendir hann á tækifærið sem felst í því að horfast í augu við vonleysið og hvernig það getur verið hvatning til þess að lifa í kærleika og samhljóm með okkar mikilvægustu gildum.

Til skamms tíma hafa fyrirlestrar Guy McPherson snúist um að draga fram nýjustu rannsóknir og sýna fram á að ástandið í umhverfismálum sé fullkomlega vonlaust. En hvers virði er að sannfæra fólk um það þetta sé raunin ? Veldur það ekki bara svartsýni og vonleysi ?

Guy McPherson telur að svo þurfi ekki að vera. Til viðbótar við nýjustu "slæmar fréttir" hvetur hann fólk til að mæta sorginni og í stað þess að draga úr slæmu fréttunum spyr hann hvað svo? Hvað getum við gert? Hvað ef þetta er satt? Hvað ef ástandið er vonlaust? Fyrstu viðbrögð við þessum spurningum eru almennt afneitun. Þó fólk finni innra með sér að þetta líti ekki vel út er viðbragðið að bæla tilfinninguna. En Guy hvetur til þess að fara í gegnum tilfinningaferlið. Það að búa í viðvarandi ástandi afneitunar er ekki gott. Margir deyfa sig, fara á flótta eða setja angistar kraft í eitthvert nærtækt verkefni. Þarna er vandi sem hægt er að leysa. I stað þess að hörfa undan tilfinningum vonleysis og ótta er hægt að fara í gegnum sorgarferlið og finna sátt, þakklæti, kærleika og gleði. Sorgarferlið er þekkt. Það eru til leiðbeiningar og stuðningur til að vinna með sorgina. Í stað afneitunar kemur sátt. Fólk skoðar sig um á nýjum stað í lífinu, forgangsröðin breytist og kraftur til framkvæmda er endurnýjaður.

Það er því ánægjuefni að fá þennan frábæra fyrirlesara til Íslands.

Á Horninu, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sunnudag 26. apríl kl 14:00
https://www.facebook.com/events/1559964164248315/

Yogavin, Grensásvegi 16, efsta hæð, þriðjudaginn 28. apríl kl 20:00
https://www.facebook.com/events/1425094171128835/

Aðganseyrir : Ókeypis - frjáls framlög.
http://guymcpherson.net/


Birt:
April 25, 2015
Tilvitnun:
Guðmundur Ragnar Guðmundsson „Guy McPherson kemur til Íslands“, Náttúran.is: April 25, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/04/25/guy-mcpherson-kemur-til-islands/ [Skoðað:March 22, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: