Þann 21. maí stendur Vistbyggðarráð fyrir opnum fundi sem ber yfirskriftina, Vistferilshugsun og íslenskur byggingariðnaður. Hvað er vistferilshugsun? Skiptir máli að skoðasérstaklega lífsferil vöru þegar við erum að byggja hús? Hefur það teljandi áhrif á endingu mannvirkis og kostnað framkvæmdar ef við veljum vistvænar og vottaðar byggingavörur umfram aðrar? Hvar get ég aflað mér upplýsinga um umhverfisáhrif vöru, og hvað þýða þessar upplýsingar sem settar eru fram?

Á  opnum fundi Vistbyggðarráðs sem  haldinn verður í Norræna húsinu, fimmtudagsmorguninn 21. maí verður reynt að leyta svara við ofangreindum spurningunum, en markmiðið er að auka almenna vitund um umhverfismál í tengslum við byggingariðnað hér á landi og skoða hvaða leiðir eru færar til að draga úr umhverfis áhrifum framkvæmda.

Morgunkaffi frá kl. 8:15-8:30

Dagskrá:

8:30 - 8:45 Hvað er raunverulega vistvænt ?
Almennt um vistferilshugsun og hvernig hún er nýtt í mannvirkjagerð og vottunarkerfum.
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, verkfræðingur, og sviðstjóriumhverfissviðs hjá EFLU

8:45 - 9:00 Af hverju viljum við nota vistferilsgreiningar fyrir íslenskar framkvæmdir? Bergljót S. Einarsdóttir, verkefnastjóri / arkitekt FAÍ. Framkvæmdasýslu ríksins.

9:00 - 9:15 Mikilvægi LCA greiningar fyrir byggingariðnaðinn. Dr. Ólafur H. Wallevik, verkfræðingur.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

9:15 - 9:30
Hvað kostar byggingin til langs tíma? Greining vistferilskostnaðar við byggingaframkvæmdir. Elín Vignisdóttir, landfræðingur. Verkís.

9:30 -9:45 Life Cycle Assessment as an environmental management tool in the building sector. Jukka Heinonen, Dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. (erindi á ensku)

9:45 - 10:00
Umræður/fyrirspurnir


Birt:
May 18, 2015
Höfundur:
Vistbyggðarráð
Tilvitnun:
Vistbyggðarráð „Er vistferilshugsun almenn í íslenskum byggingariðnaði?“, Náttúran.is: May 18, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/05/18/er-vistferilhugsun-almenn-i-islenskum-byggingaridn/ [Skoðað:May 28, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 21, 2015

Messages: