Stígum varlega til jarðar - upptaka af hádegisfyrirlestri Andrésar Arnalds
Stígum varlega til jarðar - Álag ferðamennsku á náttúru Íslands
Um 100 manns sóttu hádegisfyrirlestur Andrésar Arnalds þann 20.maí um álag ferðamennsku á náttúru Íslands (sjá frétt). Landvernd og Landgræðsla ríkisins stóðu að viðburðinum. Nú er hægt að sjá upptöku af fyrirlestrinum á vef Landverndar.
Andrés Arnalds er fagmálastjóri Landgræðslunar og hefur mikið látið sig varða áhrif aukinnar ferðamennsku á viðkvæma náttúru landsins. Andrés fjallaði um að álag væri of mikið á sumum ferðaleiðum og það hafi leitt til skemmda á landi, og því væri mjög brýnt að fara í úrbætur og uppbyggingu þeirra. Til þess þyrfti að stórefla fagmennsku við slíkar úrbætur, ef tryggja ætti framtíð ferðaþjónustunnar í sátt við náttúru landsins.
Í máli Andrésar kom einnig fram að það skorti heildræna stefnu og sýn bæði hjá stjórnvöldum og hagsmunaaðilum og að málaflokkinn skorti líka faglegan vettvang með einhvers konar miðstýringu, en nú væru málefnin á höndum alltof margra aðila og stjórnun og yfirsýn því of dreifð.
Að auki lagði Andrés til að við nýttum okkur reynslu annarra landa sem hafa með góðum árangri náð að vernda viðkvæm svæði samhliða aukinni ferðamennsku.
Í umræðum kom m.a fram að innviðir stjórnsýslunar séu ekki nægjanlega virkir eða yfir höfuð til sem endurspeglar skort á áherslum og faglegri þekkingu á málaflokkinn.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Stígum varlega til jarðar - upptaka af hádegisfyrirlestri Andrésar Arnalds“, Náttúran.is: May 29, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/05/29/stigum-varlega-til-jardar-upptaka-af-hadegisfyrirl/ [Skoðað:Oct. 13, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: June 8, 2015