Forsíða skýrslunnarÍ nýrri skýrstu Birdlife International sem unnin var í samvinnu við Evrópusambandið og IUCN, Alþjóðnáttúruverndarsamtökin, eru tíu fuglategundir taldar í bráðri útrýmingarhættu. Í heildina eru 67 evrópskar tegundir í mismikilli hættu þar af 18 í verulegri hættu og þar á meðal íslensku tegundirnar lundi, fýll og álka. 

Fleiri tegundir eru líka í yfirvofandi hættu s.s. æðarfugl, en hlýnun og súrnun sjávar hefur mjög neikvæð áhrif á viðkomu sjávarfulga. Þó munu einhverjar tegundir, af þeirra 533 tegunda sem rannsakaðar voru, hafa braggast. 

Skýrsluna má nálgast hér

Birt:
June 4, 2015
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Lundinn næsti Geirfugl?“, Náttúran.is: June 4, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/06/04/lundinn-naesti-geirfugl/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: