Hofsóley. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað.

Dómnefnd velur úr tilnefningum og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti:

Umhverfisfyrirtæki ársins

  • Hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi
  • Hefur aflað viðurkenninga fyrir starfsemina/afurðirnar
  • Hefur sjálfbæra nýtingu í stefnu sinni
  • Hefur dregið úr úrgangi og nýtir aðföng vel
  • Vinnuumhverfi öruggt
  • Fyrir liggur áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað
  • Gengur lengra en lög og reglur segja til um til að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið
  • Framtak ársins

Hefur efnt til athyglisverðs átaks til að draga úr umhverfisáhrifum af starfsemi sinni
Hefur komi fram með nýjung – nýja vöru,þjónustu eða aðferð – sem hefur jákvæð umhverfisáhrif og gagnast víða.
Tilnefningar til umhverfisverðlauna atvinnulífsins sendist með tölvupósti á sa@sa.is merkt „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“ eigi síðar en 9. september.

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjá nánar á vef SA

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.


Birt:
Aug. 14, 2015
Tilvitnun:
Samtök atvinnulífsins „Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“, Náttúran.is: Aug. 14, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/08/14/oskad-eftir-tilnefningum-til-umhverfisverdlauna-at/ [Skoðað:Jan. 28, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: