Matvörulínan Kaja er fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi. Í dag samanstendur vörulínan af 56 vörutegundum; 20 kryddtegundum, hráefnum í morgunverðinn, þurrkuðum ávöxtum, hnetum, fræjum, grjónum, pasta og öðru meðlæti. Í lífrænu vörulínuna Kaja munu síðan smám saman bætast við fleiri vörutegundir.

Kaja vörurnar fást nú þegar í Lifandi markaði og Bændum í bænum.

Kaja vörunum er pakkað á Akranesi og sér þúsundþjalasmiðurinn Siggi skó eins og hann er kallaður á Skaganum um pökkunina. Allar umbúðir eru prentaðar hér á landi. Enn sem komið er pökkunin handvirk en vélvæðing verður vafalaust tekin upp seinna meir.

Vörumerkið KajaKaja vörum er pakkað í umhverfisvænni umbúðir en almennt gengur og gerist. Sem dæmi eru eingöngu notaðir „gluggalausir“ bréfpokar, þ.e. úr hreinum pappír og eru því endurvinnanlegar. Kaja kýs að nota einungis plast þegar brýna nauðsyn ber til. Í þeim tilfellum sem pakkað er í plast eru hráefnin sérlega olíurík eða viðhalda þarf réttu rakastigi.

Plastpokarnir sem Kaja notar eru nýjir af nálinni og brotna niður eftir eitt ár vegna ákveðins íblöndunarefnis. Vottunarstofan Tún hefur samþykkt pökkun í þessa tegund plasts en Vottunarstofan Tún vottar alla pökkun vörulínu Kaja en vörurnar sjálfar bera að sjálfsögðu einnig lífræna vottun.

Merki lífrænnar vottunar Vottunarstofunnar Túns.Markmið Kaja er að allir borði lífrænt, móður jörð til bóta, skapa störf hér á landi og jafnframt að bjóða gæðavörur á sanngjörnu verði. Hægt er að panta vörur til smásölu hjá Kaja organic ehf.

Sjá Kaja organic ehf hér á Græna kortinu.

Sjá Kaja á Facebook.

 

Birt:
Oct. 9, 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kaja - Ný lífrænt vottuð matvörulína á íslenskum markaði“, Náttúran.is: Oct. 9, 2015 URL: http://www.nature.is/d/2015/10/09/kaja-ny-lifraent-vottud-matvorulina-islenskum-mark/ [Skoðað:July 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: