Mistur hóf nýverið sölu á Bee‘s Wrap matvælaörkum í vefverslun sinni. Bee‘s Wrap eru fjölnota arkir sem ætlaðar eru til verndar og geymslu matvæla. Þær eru handgerðar, framleiddar úr lífrænt ræktaðri bómull, býflugnavaxi úr sjálfbærri framleiðslu, lífrænni jójóba olíu og trjákvoðu. 

Saman gera þessi efni það að verkum að arkirnar geta leyst af hólmi plastpoka og filmu við geymslu matvæla. Notkunin er auðveld, þú finnur einfaldlega þá stærð sem hentar utan um það sem þú ætlar að geyma, brýtur arkirnar utan um matinn og lokar þeim með því að þrýsta lófunum að efninu. Ylurinn úr höndunum nægir til þess að líma arkirnar saman. Arkirnar má einnig leggja yfir skálar og diska og þétta með sama hætti. Að notkun lokinni er örkin einfaldlega skoluð í köldu vatni, látin þorna og síðan notuð aftur og aftur.

Örkunum hefur verið mjög vel tekið og greinilegt að margir eru að venda sínu kvæði í kross þegar kemur að notkun plastumbúða. Sumir hafa jafnvel þakkað sérstaklega fyrir að hafa loks fengið raunhæfan valkost beinlínis upp í hendurnar til að draga úr plastnotkun, segir Þórunn Björk Pálmadóttir, eigandi Mistur.

Arkirnar fást í nokkrum stærðum, allt frá 18x20 cm. sem rúmar ágætlega t.d. ½ lárperu og upp í 43x58 cm. sem dugar utan um heilan brauðhleif. Sú pakkning sem hefur verið einna vinsælust í netversluninni inniheldur þrjár mismunandi stærðir; litla, miðlungs og stóra og fæst í tveimur litbrigðum, sem getur komið sér vel til að aðgreina ýmis matvæli.

Að auki bíður Mistur upp á XL örk sem er með áföstum spotta og tölu til að loka pakkanum tryggilega á leiðinni í skólann eða á æfingu.

Bee‘s Wrap er ákjósanlegur valmöguleiki fyrir þá sem vilja skera niður plastnotkun á heimilinu. Hentugar til að geyma ávexti, samlokur, ost, grænmeti, bakkelsi eða yfir skál til að láta deig hefast. Hentar ekki fyrir kjöt.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Misturs, mistur.is

Birt:
Nov. 8, 2016
Höfundur:
Náttúran.is
Uppruni:
Mistur
Tilvitnun:
Náttúran.is „Náttúrulegur valkostur í stað plastfilmu til geymslu matvæla“, Náttúran.is: Nov. 8, 2016 URL: http://www.nature.is/d/2016/11/08/natturulegur-valkostur-i-stad-plastfilmu-til-geyms/ [Skoðað:Feb. 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 9, 2016

Messages: