Nausynlegt er að þurrka jurtina svo fljótt sem auðið eð eftir tínslu, því að breytingar verða á efnaskiptum um leið og blöð eða blóm eru tekin af plöntunni. Ensím sem áður unnu að myndun á virkum efnum geta nú tekið til við að brjóta sömu efni niður. 

Þurrkun má hvorki vera of hröð né of hæg, því að sum efni, einkum rokgjarnar olíur, tapast við of hátt hitastig. 

Þurrkunartími er misjafn fyrir hverja plöntu, sumar þorna á fjórum dögum en aðrar eru allt að þremur vikum að þorna til fulls.

Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Þurrkun jurta“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/urrkun-jurta/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 20, 2007

Messages: