Vöðvagigt
Meðferð vöðvagigtar er sú sama og meðferð annars konar gigtar hvað mataræði snertir.
Forðist alla streitu og iðkið slökun.
Jurtir gegn vöðvagigt
Bólgueyðandi og hreinsandi jurtir: td. Víðir, vallhumall, birki, mjaðurt, horblaðka, haugarfi, rauðberjalyng, þrenningarfjóla, lakkrísrót og djöflakló.
Vöðvaslakandi jurtir: t.d. úlfarunni, lofnarblóm og garðabrúða.
Blóðrásarörvandi jurtir: t.d. eldpipar, engiferjurt, rósmarín og garðablóðberg.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn vöðvagigt
2 x víðir
2 x horblaðka
3 x úlfarunni
1 x lofnarblóm
1/10 x eldpipar
Útvortis er gott að nota fljótandi áburð eða bakstra á spennta og auma vöðva (sjá kafla um blöndun jurtalyfja, bls 152 og 153). Jurtir sem góðar eru til nota útvortis eru einkum úlfarunni, lofnarblóm, eldpipar, einir, jónsmessurunni og garðablóðberg.
Forðist alla streitu og iðkið slökun.
Jurtir gegn vöðvagigt
Bólgueyðandi og hreinsandi jurtir: td. Víðir, vallhumall, birki, mjaðurt, horblaðka, haugarfi, rauðberjalyng, þrenningarfjóla, lakkrísrót og djöflakló.
Vöðvaslakandi jurtir: t.d. úlfarunni, lofnarblóm og garðabrúða.
Blóðrásarörvandi jurtir: t.d. eldpipar, engiferjurt, rósmarín og garðablóðberg.
Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn vöðvagigt
2 x víðir
2 x horblaðka
3 x úlfarunni
1 x lofnarblóm
1/10 x eldpipar
Útvortis er gott að nota fljótandi áburð eða bakstra á spennta og auma vöðva (sjá kafla um blöndun jurtalyfja, bls 152 og 153). Jurtir sem góðar eru til nota útvortis eru einkum úlfarunni, lofnarblóm, eldpipar, einir, jónsmessurunni og garðablóðberg.
Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Vöðvagigt“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/vvagigt/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 7, 2007