Meðferð vöðvagigtar er sú sama og meðferð annars konar gigtar hvað mataræði snertir.
Forðist alla streitu og iðkið slökun.

Jurtir gegn vöðvagigt
Bólgueyðandi og hreinsandi jurtir: td. Víðir, vallhumall, birki, mjaðurt, horblaðka, haugarfi, rauðberjalyng, þrenningarfjóla, lakkrísrót og djöflakló.
Vöðvaslakandi jurtir: t.d. úlfarunni, lofnarblóm og garðabrúða.
Blóðrásarörvandi jurtir: t.d. eldpipar, engiferjurt, rósmarín og garðablóðberg.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn vöðvagigt

2 x víðir
2 x horblaðka
3 x úlfarunni
1 x lofnarblóm
1/10 x eldpipar

Útvortis er gott að nota fljótandi áburð eða bakstra á spennta og auma vöðva (sjá kafla um blöndun jurtalyfja, bls 152 og 153). Jurtir sem góðar eru til nota útvortis eru einkum úlfarunni, lofnarblóm, eldpipar, einir, jónsmessurunni og garðablóðberg.
Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Vöðvagigt“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/vvagigt/ [Skoðað:Sept. 20, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 7, 2007

Messages: