Heiladingullinn er örsmátt líffæri í miðju höfuðs og vegur einungis um hálft gramm. Honum er skipt í tvo hluta fram- og afturhluta. Afturhluti heiladinguls (taugadingull) er í raun framlenging af undirstúku heila og þaðan berast í blóðið tvö hormón sem myndast í undirstúku. Hormónin eru þvagtemprandi hormón og oxþtósín (hríðahormón) en það veldur samdrætti í sléttum vöðvum mjólkurkirtla og í legi Framhltui heiladinguls (kirtildingull myndar nokkur stýrihormón, þ.e. jormón sem stýra virkni annarra innkirtla. Þau eru stýrihormón ný rnahettubarkar, stýrihormón mjólkurkirtla (prólaktín). Auk þess myndast vaxtarhormón í framhluta heiladinguls.
Sjúkdómar og misræmi í hormónaframleiðslu heiladinguls geta haft alvarlegar afleiðingar víða í líkamanum og meðferð með jurtum er ætíð alhliða, þ.e.a.s. jurtir eru gefnar bæði til þess að styrkja heiladingul og einnig til þess að styrkja þau líffæri og þá líkamsstarfsemi sem fyrir áhrifum verða. Munkapipar styrkir bæði heiladingul og undirstúku heila, og best er að taka inn snemma að morgni.
Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Heiladingull“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/heiladingull/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Nov. 6, 2010

Messages: