Ristill er veirusjúkdómur af völdum herpesveiru, sem sest að í taugahnoðum og veldur sársaukafullum útbrotum í andliti, á bol eða útlimum. Sjúkdómurinn getur orðið mjög langvinnur og erfiður viðureignar og meðferð tekur ávallt langan tíma.

Jurtir gegn ristli
Sþklaeyðandi jurtir: t.d. sólblómahattur og hvítlaukur
Jurtir sem styrkja taugakerfið: t.d. ginseng, hafrar, jónsmessurunni og garðabrúða.
Verkjaeyðandi jurtir: t.d. víðir og mjaðurt.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn ristli
2 x sólblómahattur
1 x garðabrúða
1 x víðir

Takið jurtalyfjablönduna inn í te-, seyðis- eða urtaveigarformi þrisvar á dag í langan tíma.
Borðið hafragraut á hverjum morngi og eitt rif af hvítlauk á hverjum degi með mat. Takið einnig inn samsett B-vítamín og ginseng til þess að styrkja taugakerfið.
Gott er að nota bakstra eða áburð með höfrum, sólblómahatti, jónsmessurunna, víði og morgunfrú við ristilútbrotunum.
Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Ristill“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/ristill/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 7, 2007

Messages: