Tíðateppa
Tíðateppa er þegar tíðir falla niður af einhverjum orsökum í lengri eða skemmri tíma. Orsakir tíðateppu, þegar ekki er um þungun eða tíðahvörf að ræða, geta verið óljósar, en oft liggja þar að baki flóknar sálrænar eða líkamlegar orsakir. Innkirtlarnir starfa sem ein heild og jafnvægi hormónastarfseminnar veltur því á heilbrigði allra kirtlanna. Undirstúka heila stýrir myndun þeirra heiladingulshormóna sem nauðsynleg eru fyrir eðilega starfsemi æxlunsrfæranna og þar á milli eru gagnverkandi áhrif. Það felur í sér að undirstúka og heiladingull verða fyrir áhrifum af þeirri starfsemi sem fram fer í æxlunarfærum. Á sama hátt hafa aðrir innkirtlar, einkum ný rnahettur, skjaldkirtill og bris, áhrif á heiladingul og undirstúku heila. Sjúkdómar og öll óeðlileg starfsemi í þessum kirtlum geta því fært starfsemi æxlunarfæra úr skorðum.
Aðrar orsakir tíðateppu má stundum rekja til næringarskorts, lyfjatöku (t.d. eftir notkun getnaðarvarnarpillu) eða einhvers sjúkdóms annars staðar en í innkirtlakerfi.
Áður en reynt er að koma reglu á blæðingar er mjög brýnt að konan gangi úr skugga um að þungun valdi ekki tíðateppunni. Aldrei skal reyna að taka inn jurtir til þess að eyða fóstri því að tíðaörvandi jurtir í stórum skömmtun eru líklegri til þess að skaða bæði fórstur og móður en að valda fósturláti. Rétt mataræði er mikilvægt við meðferð tíðateppu. Borðið eingöngu hollan og næringarríkan mat.
Jurtir gegn tíðateppu
Jurtir sem koma reglu á hormónastarfsemi: t.d. munkapipar, morgunfrú, lyfjasalvía, lakkrísrót, humall og hinber.
Styrkjandi jurtir: vallhumall, klóelfting, rósmarín, víðir, hjartafró og garðabrúða (ef streita og kvíði fylgir). Úlfarunni kemur oft að gagni ef spenna er í legvöðvum. Gott er að taka lifrarörvandi jurtir, t.d. túnfífill (rót) og búrót með öðrum jurtum.
Dæmi um jurtalyfjablöndu með tíðateppu
1 x lyfjasalvía
1 x lakkrísrót
2 x hindberjalauf
1 x rósmarín
1 x úlfarunni
1 x túnfífill (rót)
Jurtalyfjablönduna þarf síðan að taka þrisvar á dag í langan tíma (6-12 mánuði). Drekkið auk þess munkapiparste daglega að morgni.
Aðrar orsakir tíðateppu má stundum rekja til næringarskorts, lyfjatöku (t.d. eftir notkun getnaðarvarnarpillu) eða einhvers sjúkdóms annars staðar en í innkirtlakerfi.
Áður en reynt er að koma reglu á blæðingar er mjög brýnt að konan gangi úr skugga um að þungun valdi ekki tíðateppunni. Aldrei skal reyna að taka inn jurtir til þess að eyða fóstri því að tíðaörvandi jurtir í stórum skömmtun eru líklegri til þess að skaða bæði fórstur og móður en að valda fósturláti. Rétt mataræði er mikilvægt við meðferð tíðateppu. Borðið eingöngu hollan og næringarríkan mat.
Jurtir gegn tíðateppu
Jurtir sem koma reglu á hormónastarfsemi: t.d. munkapipar, morgunfrú, lyfjasalvía, lakkrísrót, humall og hinber.
Styrkjandi jurtir: vallhumall, klóelfting, rósmarín, víðir, hjartafró og garðabrúða (ef streita og kvíði fylgir). Úlfarunni kemur oft að gagni ef spenna er í legvöðvum. Gott er að taka lifrarörvandi jurtir, t.d. túnfífill (rót) og búrót með öðrum jurtum.
Dæmi um jurtalyfjablöndu með tíðateppu
1 x lyfjasalvía
1 x lakkrísrót
2 x hindberjalauf
1 x rósmarín
1 x úlfarunni
1 x túnfífill (rót)
Jurtalyfjablönduna þarf síðan að taka þrisvar á dag í langan tíma (6-12 mánuði). Drekkið auk þess munkapiparste daglega að morgni.
Birt:
April 13, 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Tíðateppa“, Náttúran.is: April 13, 2007 URL: http://www.nature.is/d/2007/04/13/tateppa/ [Skoðað:Dec. 11, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 7, 2007