Magnið tvöfaldast í bláum tunnum
Árangur þess að nú er skylda að flokka pappír frá rusli er byrjaður að koma í ljós jafnvel þótt öll hún sé ekki hafin í öllum hverfum borgarinnar.
Ef aprílmánuður 2012 og 2013 eru bornir saman kemur í ljós að magn pappírs sem skilað er í bláu tunnuna hefur tvöfaldast. Það var 80 tonn í apríl 2012 en varð rúmlega 160 tonn í apríl 2013. Þetta magn pappírs verður nú endurunnið í aðrar vörur í stað þess að enda sem urðaður úrgangur.
Margir íbúar hafa hikað við að skila inn grárri tunnu í stað blárrar en er það að breytast. Bláu tunnurnar hafa sannað sig og eftir því sem flokkunin er betri minnkar í gráu tunnunum. Enda má fá næstum þrjár bláar á verði einnar grárrar.
Margir íbúar hafa leitað til Sorphirðu Reykjavíkur til að fá upplýsingar um hvað má fara í bláu tunnuna en þær upplýsingar eru að finna á vefsíðunni www.pappirerekkirusl.is.
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Magnið tvöfaldast í bláum tunnum“, Náttúran.is: May 21, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2013/05/21/magnid-tvofaldast-i-blaum-tunnum/ [Skoðað:Oct. 14, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.