Opinn fundur/vinnustofa um hagkvæmar tæknilausnir fyrir vistvænar byggingar verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica, miðvikudaginn 20. nóvember 2013. Kl. 10:00-12:00.

Fundurinn er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vistbyggðarráðs og er hluti af stóru evrópuverkefni sem ber heitið, Europe Enterprize Network.

Á fundinum verður áhersla lögð á það að skoða rekstrarlegan og heilsusamlegan ávinning vistvænna bygginga hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða endurgert húsnæði. Því verður einnig  velt upp hvaða áhrif það hefur á rekstrarkostnað bygginga til lengri tíma. Þá verða kynntar ýmsar tæknilausnir sem felast m.a. því að mæla og fylgjast náið með orkunotkun.

Dagskrá:

10:00 Vistvæna byggingin; bætt heilsa og betri rekstur? Björn Guðbrandsson arkitekt

10:20 Áhrif góðrar hljóðvistar og úrræði til úrbóta. Guðrún Jónsdóttir verkfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu

10:40 Umræður

10:50 Kaffihlé

11:10 Fjölbreyttar tæknilausnir í boði fyrir vistvænar byggingar. Hilmir Ingi Jónsson framkvæmdastjóri Remake Electric

11:30 Vistvæn þróun pípulagna og loftræstingar síðustu ár og hvert stefnir. Sigurgeir Þórarinsson tæknifræingur hjá Mannviti.

12:00 Létt hádegissnarl og tækifæri til tenglsamyndunar.

Fundurinn er öllum opinn!

Birt:
Nov. 18, 2013
Tilvitnun:
Sigríður Björk Jónsdóttir „Hagkvæmar tæknilausnir fyrir vistvænar byggingar“, Náttúran.is: Nov. 18, 2013 URL: http://www.nature.is/d/2013/11/18/hagkvaemar-taeknilausnir-fyrir-vistvaenar-bygginga/ [Skoðað:April 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 9, 2014

Messages: