Stjórnvöld í löndum Evrópusambandsins geta hér eftir tekið fullt tillit til réttlætismerkinga („fairtrade vottunar“) í innkaupum sínum eftir að Evrópuþingið samþykkti nýja tilskipun um opinber innkaup í síðustu viku. Með þessu er staðfest sú niðurstaða Evrópudómstólsins í svonefndu Norður-Hollandsmáli að leyfilegt sé að láta „fairtrade uppruna“ gilda til stiga í opinberum útboðum.

(Sjá frétt á heimasíðu Fairtrade International 17. janúar).

Birt:
Jan. 20, 2014
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Réttlætismerking viðurkennd í opinberum innkaupum“, Náttúran.is: Jan. 20, 2014 URL: http://www.nature.is/d/2014/01/20/rettlaetismerking-vidurkennd-i-opinberum-innk/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 21, 2014

Messages: