Alls eru 37 einstaklingar og fyrirtæki tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008.

Meðal þeirra eru, eru dekkjaframleiðendurnir Nokian Tires í Finnlandi og danska rakarastofukeðjan Zenz, AGA Gas í Svíþjóð, Norðmaðurinn Finn Larsen, sem fann upp Multishower sturtuhausinn, orku- og umhverfisvæna gistiheimilið Bomans Gästhem á Álandi og Marorka frá Íslandi sem þróað hefur orku- og brennslukerfi fyrir sjávarútveginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurlandaráði.

Þar kemur fram að flestar tilnefningar koma frá Svíþjóð þetta árið, eða sextán. Níu koma frá Finnlandi, sjö frá Danmörku, þrjár frá Noregi og ein frá Íslandi og Álandseyjum. Engar tilnefningar bárust í þetta sinn frá Færeyjum og Grænlandi.

„Þema náttúru- og umhverfisverðlaunanna Norðurlandaráðs árið 2008 er leiðir til að draga úr hefðbundinni eldsneytisnotkun með betri verkfærum. Verðlaunin verða veitt norrænum vöruframleiðanda, uppfinningu eða þjónustu sem stuðlað hefur að vistvænni orkunotkun. Varan, uppfinningin eða þjónustan á að geta ný st öllum Norðurlandabúum og hafa merkjanleg áhrif í umhverfisvernd. Allt frá stórum kerfum og einstakra hluta kemur til greina,“ segir í tilkynningunni.

Nokkrir þeirra sem tilnefndir eru, komast í aðra umferð í haust. Þeir sem komast í úrslit verða kynntir í ágúst-september og dómnefnd tekur síðan ákvörðun á fundi í Svíþjóð þann 8. október.

Tilkynnt verður um verðlaunahafann á blaðamannfundi í lok október þegar Norðurlandaráðsþing hefst í Helsinki.

Þetta er í fjórtánda sinn sem norrænu náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt. Verðlaunafé nemur 350.000 dönskum krónum. Þema umhverfisverðlaunanna í fyrra var sjálfbært borgarumhverfi og komu verðlaunin þá í hlut danska sveitarfélagsins Albertslund. .

Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru ein af fjórum verðlaunum sem Norðurlandaráð veitir. Hin eru fyrir fagurbókmenntir, kvikmyndir og tónlist.

Myndin er af Ecoduche Multishower. 

Birt:
June 13, 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Umhverfisverðlaunin Norðurlandaráðs umsetin“, Náttúran.is: June 13, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/06/13/umhverfisverolaunin-norourlandaraos-umsetin/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Oct. 8, 2008

Messages: