Þegar flöskurnar eru losaðar, er nauðsynlegt að þvo þær vel um leið; en hafi það ekki verið gjört vandlega, eru þær lagðar í sódavatn yfir nóttina. Séu þær blettóttar, er látinn grófur sandur eða salt í þær og þær hristar þangað til blettirnir eru farnir úr þeim.
Þvegnar og burstaðar vel að innan, settar í pott með köldu vatni; hvolft í fötu, sem línklútur er á botninum í, en bezt er að láta þær á línklút, sem strengdur er  yfir trégrind. Séu flöskurnar ekki notaðar strax eru þær þvegnar úr b.n.-upplausn.

Birt:
Sept. 5, 2009
Tilvitnun:
Helga Sigurðardóttir „Hreinsun á flöskum“, Náttúran.is: Sept. 5, 2009 URL: http://www.nature.is/d/2009/09/05/hreinsun-floskum/ [Skoðað:Feb. 29, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 15, 2014

Messages: