- Hyggjast ekki losa þær fyrr en samningar nást við íslensk stjórnvöld.

Bresk stjórnvöld hafa fryst eignir Íslendinga í Bretlandi að andvirði meira en 4 milljarða punda. Lagaheimild til þessa fæst úr lögum gegn hryðjuverkastarfsemi.

Talið er að innistæður Breta á reikningum Kaupþings, Landsbankans og Glitnis nemi samtals um 3 milljörðum punda svo að frystu eignirnar ættu að tryggja að innistæðueigendur fái fé sitt aftur í hendur.

Telegraph greinir frá þessu.

Aðalritari breska fjármálaráðuneytisins, Yvette Cooper, sagði í viðtali við BBC að eignirnar verði ekki affrystar fyrr en samningar hafa náðst við íslensk stjórnvöld um greiðslu innlánanna.

Talið er að samkvæmt samkomulaginu sem nú er unnið að milli Breta og Íslendinga muni eigendur lítilla innistæðna fá sína inneign borgaða út á undan stærri fyrirtækjum og stofnunum.

 

Birt:
Oct. 12, 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Bretar frysta íslenskar eignir“, Náttúran.is: Oct. 12, 2008 URL: http://www.nature.is/d/2008/10/12/bretar-frysta-islenskar-eignir/ [Skoðað:May 19, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: