Daníel í StokkseyrarfjöruSören Breiting frá Danska menntavísindasviðinu (áður þekkt sem Danski uppeldisháskólinn, DPU) mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 2. september 2010 kl. 14-15 í Bratta, húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð, gengið inn frá Háteigsvegi.

Í fyrirlestrinum fjallar Breiting um hvernig samþætta megi menntun til sjálfbærrar þróunar í námskrána án þess að börnin fyllist sektarkennd og angist, t.d. vegna loftslagsbreytinga. Menntun til sjálfbærni er svið þróunar og nýbreytni í skólastarfi þar sem margt er prófað. Reynslan hefur kennt að sumar aðferðir virka betur en aðrar. Breiting mun kynna dæmi úr skólastarfi og ræða þau. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku en umræður geta farið fram bæði á ensku og dönsku.

Boðið er upp á kaffi og ávaxtasafa á eftir fyrirlestrinum.

Sören Breiting er á Íslandi á vegum rannsóknarhópsins GETU til sjálfbærni - menntun til aðgerða. Sjá skrif.hi.is/geta.

Enskur titill: Education for sustainability –  happyness and wellbeing of children

How to integrate Education for Sustainable Development (ESD)  into the general curriculum without giving children a feeling of guilt and dispair? The practice of Education for Sustainable Development is still an area of innovation and trial and error. On the other hand we already know some approaches that seem to work rather well besides a number of pitfalls to avoid. The presentation will explain these through concrete examples and discussion.

Ljósmynd: Daníel Tryggvi með fundnar fjaðrir í Stokkseyrarfjöru, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Aug. 25, 2010
Tilvitnun:
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson „Menntun til sjálfbærni – ánægja og vellíðan barna“, Náttúran.is: Aug. 25, 2010 URL: http://www.nature.is/d/2010/08/25/menntun-til-sjalfbaerni-anaegja-og-vellidan-barna/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Aug. 26, 2010

Messages: